image_pdfimage_print

Monthly Archives: January 2014

Foreldrar bregða á leik í stærðfræði

Helen Símonardóttir kennari við Laugarnesskóla hefur útbúið efni fyrir foreldra þar sem þeir geta lært ýmis spil og leiki sem þeir geta notað til að efla  talnaskilning barna sinna og jákvætt viðhorf þeirra til stærðfræði. Verkefnið var unnið með styrk frá Verkefna- og námsstyrkjasjóði KÍ og er upplýsingar um það að finna á heimasíðu Laugarnesskóla.  Þar eru m.a. myndbönd þar sem ... Read More »

Hjálpaðu barninu þínu að læra stærðfræði.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út bæklinginn Hjálpaðu barninu þínu að læra stærðfræði. Leiðbeiningar fyrir foreldra.  Þar er að finna ýmis konar gagnleg ráð og hugmyndir um hvernig foreldrar geta stutt við stærðfræðinám barna sinna. Bæklingurinn er saminn af menntamálaráðuneyti Ontario í Kananda en þýddur og staðfærður af skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar með leyfi höfundar. Finna má bæklinginn á 15 öðrum ... Read More »

Námskeið um sköpun og skapandi stærðfræði

Dagana 17. – 18. febrúar verður haldið námskeið um sköpun og skapandi stærðfræði á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri. Ósk Dagsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ hefur hannað námskeiðið og sér hún um alla kennslu á því. Ósk hefur áður haldið hliðstætt námskeið í Reykjavík og í Reykjanesbæ við góðar undirtektir þátttakenda. Hönnun og þróun námskeiðsins var hluti af meistaraprófsverkefni Óskar ... Read More »

Skapandi stærðfræði í Grundaskóla

Þann 17.  janúar fóru nemar af stærðfræðikjörsviði við Menntavísindasvið HÍ í vettvangsheimsókn í Grundaskóla á Akranesi til þess að kynna sér hvernig Borghildur Jósúadóttir hefur unnið með stærðfræði og sköpun með nemendum sínum á unglingastigi.  Borghildur kynnti verkefni sitt á ráðstefnu samtaka um skólaþróun í nóvember síðasliðnum. Skjámyndir úr fyrirlestri hennar má finna hér. Read More »

Stærðfræðinámskeið fyrir kennara í yngstu bekkjum grunnskólans

Þann 17. febrúar hefst í HÍ við Stakkahlíð stærðfræðinámskeið fyrir kennara í yngstu bekkjum grunnskólans. Námskeiðið er haldið á vegum Starfsþróunar Menntavísindastofnunar og verður lögð áhersla á nýja námskrá í stærðfræði og  hvernig nota má hlutbundna nálgun og umræður í stærðfræðinámi.  Kennari er Þórunn Jónasdóttir deildarstjóri við Hörðuvallaskóla. Nánari upplýsingar má finna á vef Starfsþróunar Menntavísindastofnunar. Read More »