Stærðfræðinámskeið fyrir kennara í yngstu bekkjum grunnskólans

image_pdfimage_print

Þann 17. febrúar hefst í HÍ við Stakkahlíð stærðfræðinámskeið fyrir kennara í yngstu bekkjum grunnskólans. Námskeiðið er haldið á vegum Starfsþróunar Menntavísindastofnunar og verður lögð áhersla á nýja námskrá í stærðfræði og  hvernig nota má hlutbundna nálgun og umræður í stærðfræðinámi.  Kennari er Þórunn Jónasdóttir deildarstjóri við Hörðuvallaskóla. Nánari upplýsingar má finna á vef Starfsþróunar Menntavísindastofnunar.

Leave a Reply