Vefnámskeið við Stanford

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vefnámskeiðið How to Learn Math sem Jo Boaler hefur hannað og boðið er upp á af Stanford Háskóla  í Californiu. Námskeiði var kennt í fyrsta sinn í fyrra sumar og þá voru þátttakendur um 40 þúsund. Námskeiðið er byggt up í 8 lotum og tekur 1-2 klst að fara í gegnum hverja lotu. Í hverri lotu eru nokkur stutt myndskeið þar sem efni er kynnt og síðan er spurningum varpað til þátttakenda og þeir geta skráð inn í kerfið svör sín og vangaveltur.  Stærðfræðikennarar eru hvattir til að kynna sér þennan möguleika á endurmenntun og starfsþróun. Þeir sem taka fullan þátt fá staðfestingu á þátttöku. Námskeiðið kostar 125 dollara.

 




Tölur og mengi. Nýja stærðfræðin – Aðdragandi og áhrif

Kristín Bjarnadóttir nýskipaður prófessor við Menntavísindasvið HÍ heldur kynningarfyrirlestur föstudaginn 14. febrúar kl. 15 – 16. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Tölur og mengi. Nýja stærðfræðin – Aðdragandi og áhrif.  Fyrilesturinn verður haldinn Bratta við Stakkahlíð.




Getur stærðfræðikennsla verið tæki til að efla mannréttindi?

Fimmtudaginn 6. júní 2013 hélt Barbara Jaworski prófessor í stærðfræðimenntun við Háskólann í Loughborough í Bretlandi opinn fyrirlestur um stærðfræðinám og -kennslu á vegum Flatar, samtaka stærðfræðikennara og Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Stærðfræði hefur reynst mörgum nemendum erfið og oft verið talið að það sé einungis á færi sumra að verða góðir í stærðfræði. Í erindinu fjallar Barbara um rétt allra til að skilja stærðfræði og geta notað hana til þess leysa viðfangsefni sem mæta þeim í lífi og starfi. Hún beinir sjónum sérstaklega að kennslu, hvað það merkir að kenna stærðfræði, hvað einkennir góða stærðfæðikennslu og hvernig góð kennsla getur þróast til að styðja við nám allra nemenda. Hægt er að hlusta á fyrirlesturinn í heild sinni hér