Fésbókarhópurinn Stærðfræðikennarinn

image_pdfimage_print

Í tengslum við Stærðfræðitorg er starfandi fésbókarhópur sem heitir Stærðfræðikennarinn. Tengill í hópinn er á forsíðu Stærðfræðitorgsins. Allir sem áhuga hafa á stærðfræðinámi og -kennslu geta óskað þess að ganga í hópinn. Undanfarnar vikur hefur verið bent á fjölmargt áhugavert efni fyrir stærðfræðikennara á fésbókarsíðunni. Stærðfræðikennarar eru hvattir til að ganga í hópinn, taka þátt í umræðum og miðla þar upplýsingum um áhugavert efni. Einnig eru vel þegnar ábendingar um áhugavert efni og upplýsingar sem ættu heima á Stærðfræðitorginu. Slíkar ábendingar má senda til Guðnýjar Helgu.