Úttekt á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum

image_pdfimage_print

Í sumar voru birtar niðurstöður úttektar á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum. Úttektin var unnin á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins skólaárið 2013-14. Nokkur umræða varð í fjölmiðlum um niðurstöður skýrslunnar og eru stærðfræðikennarar hvattir til að kynna sér hana og ræða niðutstöður hennar. Skýrsluna má nálgast á vef ráðuneytisins.

Rétt er að minna á að hliðstæð úttekt var gerð á stærðfræðikennslu á unglingastigi í átta grunnskólum skólaárið 2011-12 og voru niðurstöður þeirrar skýrslu birtar í apríl 2012. Sú skýrsla fékk enga umfjöllun í fjölmiðlum. Skýrslu um úttektina má nálgast á vef ráðuneytisins.