Dagur stærðfræðinnar í Kelduskóla Korpu

image_pdfimage_print

DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR í Kelduskóla – Korpu 6. febrúar 2015

Í dag var DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR og  var haldið upp á hann með margvíslegum hætti. Nemendur í 6. og 7. bekk í Korpu unnu í blönduðum hópum á fjórum stöðvum. Þeir byggðu ýmsar byggingar og brýr úr kubbum, spiluðu yatzy, teiknuðu stærðfræðinga, sömdu stærðfræðiljóð, skrifuðu krossglímu og fundu stærðfræðihugtök á ensku.  Á skólasafninu var síðan hægt að taka þátt í stærðfræðiþraut sem reyndist frekar erfitð.

Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi. Dagurinn heppnaðist vel og mátti sjá gleði og áhuga skína úr andlitum nemenda.