Dagur stærðfræðinnar í Krikaskóla

image_pdfimage_print

Á degi stærðfræðinnar var skólastarf brotið upp og settar upp átta stöðvar víðsvegar um húsið þar sem börn á aldrinum fjögra ára til níu ára blönduðust í jafnmarga hópa. Á hverri stöð voru tveir kennarar sem héldu utan um nám og leik á stöðvunum. Yngri börnin tveggja og þriggja ára komu einnig á stöðvarnar í litlum hópum með sínum kennara og tóku þátt en útbúin voru verkefni við hæfi fyrir þau.

Viðfangsefni dagsins var rúmfræði og mælingar.

  • Teikna upp form. Yngri teikna upp form, en eldri börn teiknuðu form úr einingakubbum í þrívídd.
  • Speglun – hliðrun. Litlu formkubbarnir, rökkubbar – búið til mynstur með formunum og yfirfæra það svo á blöð. Yngri búa til mynstur. Þarna voru notaðir mismunandi kubbar eftir aldri barnsins.
  • Einingakubbar. Börnin byggðu byggingar að eigin vali.
  • Mælingar – yngri börn mældu með óstöðluðum einingum og eldri með stöðluðum.

Það var ánægjulegt að sjá samvinnu barnanna í svona blönduðum hópum, þar sem skýrt kom fram „svæði hins mögulegs þroska“ (Vigotsky).