NORSMA8: NORRÆN RÁÐSTEFNA UM SÉRKENNSLU OG STÆRÐFRÆÐINÁM

image_pdfimage_print

Dagana 19. – 20 nóvember verður ráðstefnan Norsma8: Connecting Research and practice haldin í Kristianstad í Svíþjóð.

Þann 18. nóvember er svokallaður kennaradagur en þann dag er hægt að sækja námskeið og erindi ætluð kennurum varðandi stærðfræðikennslu og stærðfræðierfiðleika. Fyrirlesarar eru þeir sömu og eru með aðalerindi á ráðstefnunni.

Frestur til að skila inn lýsingu á erindum fyrir ráðstefnuna er til 24. ágúst. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni http://www.hkr.se/sv/samverkan/samverkan-for-skolor/regionalt-utvecklingscentrum/konferenser/norsma8/