Málstofa um stærðfræði

image_pdfimage_print
Nanna Þ. Möller og Heiða Lind Heimisdóttir

Nanna Þ. Möller og Heiða Lind Heimisdóttir

Mánudaginn 7. september var haldin málstofa á Menntavísndaviði HÍ v/Stakkahlíð. Hún var fyrsti dagskrárliður haustsins í samstarfi Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun, Flatar, félags stærðfræðikennara, og Stærðfræðitorgsins.

Kynning fór fram á tveimur nýlegum íslenskum rannsóknum sem voru meistaraverkefni til M.Ed. gráðu frá Kennaradeild Menntavísindasviðs HÍ.

Fyrirlesarar voru Nanna Þ. Möller grunnskólakennari í Sæmundarskóla og Heiða Lind Heimisdóttir grunnskólakennari í Norðlingaskóla.

Fyrirlestur Nönnu bar heitið „Það hugsar enginn eins…“ Notkun hugmyndakorta til að skapa umræður í stærðfræðinámi og fyrirlestur Heiðu Lindar Hugmyndir nemenda um sjálfa sig í stærðfræðinámi.

Þetta voru mjög áhugaverðir fyrirlestrar og fjölluðu báðir um þætti sem stærðfræðikennarar geta unnið með þ.e. umræður í stærðfræðinámi og sjálfsmynd nemenda.

Áhugasamir geta nálgast meistararitgerðirnar hér: Nanna Þ. Möller og Heiða Lind Heimisdóttir

Hlustað af athygli.