Aðalfundur og Námsstefna Flatar

image_pdfimage_print

 

 

AÐALFUNDUR OG NÁMSSTEFNA FLATAR

HALDIN, LAUGARDAGINN 12. NÓVEMBER 2016, 9:30 – 14:30
Í HÖRÐUVALLASKÓLA, BAUGAKÓR 38, 203 KÓPAVOGI

 

SKRÁNING

 

Yfirskrift námsstefnunnar að þessu sinni er samvinna og samstarf í hinum ýmsu myndum.

Aðalfyrirlesari er Barbara Jaworski prófessor í stærðfræðimenntun við Loughborough háskóla í Bretlandi. Hún gefur tóninn með því að fjalla um samvinnu kennara og stærðfræðinám.

Eftir hádegishlé verða málstofur af ýmsu tagi sem allar fjalla um samvinnu í einhverri mynd.

Má þar nefna:

ž   Samvinnu kennara í aldursblönduðum námshópum á yngsta og miðstigi grunnskóla.

ž   Samvinnu sérkennara og umsjónarkennara í grunnskóla.

ž   Íslenska og stærðfræði tvinnað saman á miðstigi grunnskóla.

ž   Samvinnuhópar nemenda á elsta stigi grunnskóla.

ž   Samstarfshópur kennara rýnir í skrif Jo Boaler.

ž   Samstarf á skilum skólastiga grunnskóli – framhaldsskóli.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi allt frá leikskólakennurum upp á eldri skólastig.

Fjölmennum og eigum saman notalega stund í stærðfræðipælingum.

Dagskrá:

09:30    Aðalfundur Flatar

10:00    Barbara Jaworski, prófessor í stærðfræðimenntun við Loughborough háskóla í Bretlandi, fjallar um samvinnu kennara og stærðfræðinám

11:00    Umræður og vinna í hópum

12:00    Matur, mexíkönsk kjúklingasúpa og brauð

12:30    Málstofur þar sem samvinna og samstarf um stærðfræðinám og -kennslu er skoðað frá          ýmsum hliðum

13:30    Kaffihlé

13:45    Vinnuhópar, umræður

14:30    Námsstefnuslit

 

Verð kr. 4.000 en 2.000 fyrir skuldlausa félaga í Fleti

Skráning er á slóðinni: https://goo.gl/forms/myvnyWSloFNH7y7T2

Auglýsing til útprentunar