Verkefni fyrir leik- og grunn- og framhaldsskóla
Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Í ár hafa verið sett inn ný verkefni sem flest tengjast stærðfræði í spilum. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt:
- að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu
- að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi
Hér eru verkefnin og góða skemmtun!
Fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla, Ræningjaspilið
Fyrir yngsta og miðstig grunnskóla, Þrír í röð
Fyrir miðstig grunnskóla, Bingó og Frumtöluspil
Fyrir elsta stig grunnskóla, Líkindi eru yndi og Fjórir í röð
Fyrir framhaldsskóla, Bingó
Myndir og frásagnir frá degi stærðfræðinnar eru vel þegnar á netfangið margreb@hi.is