Vordagskrá 2017
Meðfylgjandi er skjal með upplýsingum fyrir stærðfræðikennara og áhugafólk um stærðfræði. Það er tekið saman og auglýst í samstarfi Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun og Flöt, samtök stærðfræðikennara.
Meðfylgjandi er skjal með upplýsingum fyrir stærðfræðikennara og áhugafólk um stærðfræði. Það er tekið saman og auglýst í samstarfi Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun og Flöt, samtök stærðfræðikennara.
Verkefni fyrir leik- og grunn- og framhaldsskóla
Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Í ár hafa verið sett inn ný verkefni sem flest tengjast stærðfræði í spilum. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt:
Hér eru verkefnin og góða skemmtun!
Fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla, Ræningjaspilið
Fyrir yngsta og miðstig grunnskóla, Þrír í röð
Fyrir miðstig grunnskóla, Bingó og Frumtöluspil
Fyrir elsta stig grunnskóla, Líkindi eru yndi og Fjórir í röð
Fyrir framhaldsskóla, Bingó
Myndir og frásagnir frá degi stærðfræðinnar eru vel þegnar á netfangið margreb@hi.is
Pangea er einstaklingskeppni í stærðfræði fyrir nemendur í 8. og 9. bekk. Hún er nú haldin á Íslandi í annað skipti. Keppnin skiptist í þrennt en fyrstu tvær umferðirnar fara fram í grunnskólunum sjálfum. Við sendum krossapróf sem kennarar leggja fyrir nemendur sína. Mismörg stig eru gefin fyrir hverja spurningu og ekki dregið niður fyrir röng svör. Spurningarnar eru miskrefjandi og er markmiðið að allir geti glímt við dæmi við sitt hæfi.
U.þ.b. helmingur þátttakenda kemst áfram í 2. umferð sem fer fram á sama hátt og sú fyrsta. Loks komast þeir efstu úr hvorum árgangi áfram í úrslitin sem fara fram í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þar mæta nemendur ásamt aðstandendum og úrslitin ráðast. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði á meðan yfirferð úrlausna stendur og beðið er eftir verðlaunaafhendingunni. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu sætin en auk þess fá allir sem komast í úrslit viðurkenningarskjal.
Umsóknarfrestur er til 17. febrúar og fer skráning fram á http://www.pangeakeppni.is/
1. umferð: 28. febrúar
2. umferð: 15. mars
Úrslit: 1. apríl
Ef þið hafið spurningar má hafa samband í gegnum
info@pangeakeppni.is
eða í síma
+354 781 8143
+354 699 3619