Námsmat á unglingastigi

image_pdfimage_print
Fimmtudagur 14. september kl. 1500–1630
Menntavísindasvið HÍ v/ Stakkahlíð í K–103

Siðastliðið vor var haldið námskeið á Menntavísindasviði fyrir kennara um námsmat í stærðfræði á unglingastigi. Eitt af verkefnum námskeiðsins var að útbúa stutta myndbandskynningu á námsmati í eigin skóla. Myndböndin voru mjög áhugaverð og vöktu heilmiklar umræður í hópnum.

Nú gefst tækifæri til þess að skoða þessi myndbönd með kennurnum og ræða um námsmat út frá þeim. Kennarar munu skipta sér á nokkur borð og bjóða þátttakendum til samræðna.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir

Þeir sem vilja vera með í gegnum fjarfundarbúnar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Guðbjörgu (gudbj@hi.is) eða Margréti (margreb@hi.is)

Samstarf Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun og
Flatar, samtaka stærðfræðikennara

Augýsing til útprentunar