Pangea stærðfræðikeppni fyrir 8. og 9. bekk

image_pdfimage_print

Pangea er einstaklingskeppni í stærðfræði fyrir nemendur í 8. og 9. bekk. Hún er nú haldin á Íslandi í þriðja skipti. Keppnin skiptist í þrennt en fyrstu tvær umferðirnar fara fram í grunnskólunum sjálfum. Við sendum krossapróf sem kennarar leggja fyrir nemendur sína. Mismörg stig eru gefin fyrir hverja spurningu og ekki dregið niður fyrir röng svör. Spurningarnar eru miskrefjandi og er markmiðið að allir geti glímt við dæmi við sitt hæfi.

U.þ.b. helmingur þátttakenda kemst áfram í 2. umferð sem fer fram á sama hátt og sú fyrsta. Loks komast þeir efstu úr hvorum árgangi áfram í úrslitin sem fara fram í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þar mæta nemendur ásamt aðstandendum og úrslitin ráðast. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði á meðan yfirferð úrlausna stendur og beðið er eftir verðlaunaafhendingunni. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu sætin en auk þess fá allir sem komast í úrslit viðurkenningarskjal.

Við stefnum á að halda keppnirnar á eftirfarandi dögum:

1. umferð: 31. janúar
2. umferð: 21. febrúar
Úrslit:        17. mars

Ef þessir dagar eru frídagar í einhverjum skólum munum við finna lausn á því.

Við munum opna fyrir skráningar í janúar og auglýsum skráningu síðar.

Endilega fylgist þið með á facebook síðu okkar og heimasíðu:

https://www.facebook.com/PangeaStaerdfraedikeppni/

https://www.pangeakeppni.is

Ef þið hafið spurningar má hafa samband í gegnum tölvupóst (info@pangeakeppni.is), á Facebook síðu okkar og í síma 781 8143 (Muhammed) eða 898 8455 (Freyja).