Dagur stærðfræðinnar

image_pdfimage_print

Dagskrá VOR 2018

Rannsóknarstofa um stærðfræðimenntun og Flötur, samtök stærðfræðikennara, standa fyrir meðfylgjandi dagskrá. Vonumst til að sjá ykkur sem flest!   Dagskrá VOR 2018 til útprentunar   Read More »

Dagur stærðfræðinnar – 3. febrúar 2017 – verkefni

Verkefni fyrir leik- og grunn- og framhaldsskóla Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Í ár hafa verið sett inn ný verkefni sem flest tengjast stærðfræði í spilum. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt: að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu að fá nemendur til að koma auga á möguleika ... Read More »

Dagur stærðfræðinnar – 5. febrúar 2016 – verkefni

Verkefni fyrir leik- og grunn- og framhaldsskólann. Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Í ár hafa verið sett inn ný verkefni sem tengjast leiknum Að gefa fimmu. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á ... Read More »

Dagur stærðfræðinnar í Krikaskóla

Á degi stærðfræðinnar var skólastarf brotið upp og settar upp átta stöðvar víðsvegar um húsið þar sem börn á aldrinum fjögra ára til níu ára blönduðust í jafnmarga hópa. Á hverri stöð voru tveir kennarar sem héldu utan um nám og leik á stöðvunum. Yngri börnin tveggja og þriggja ára komu einnig á stöðvarnar í litlum hópum með sínum kennara ... Read More »

Dagur stærðfræðinnar í Kelduskóla Korpu

DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR í Kelduskóla – Korpu 6. febrúar 2015 Í dag var DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR og  var haldið upp á hann með margvíslegum hætti. Nemendur í 6. og 7. bekk í Korpu unnu í blönduðum hópum á fjórum stöðvum. Þeir byggðu ýmsar byggingar og brýr úr kubbum, spiluðu yatzy, teiknuðu stærðfræðinga, sömdu stærðfræðiljóð, skrifuðu krossglímu og fundu stærðfræðihugtök á ensku.  Á ... Read More »

Dagur stærðfræðinnar í Grundaskóla

Grundaskóli – Dagur stærðfræðinnar 6. febrúar 2015 Í tilefni af degi stærðfræðinnar 6. febrúar var þrautadagur í unglingadeildinni. Nemendur byrjuðu með sínum umsjónarkennara í bekkjunum og þar leystu þeir þrautir inn á vefnum hjá nams.is. Þetta virkaði vel sem upphitun og mörgum nemendum fannst þetta mjög gaman og héldu síðan áfram í Ipad spjaldtölvunum. Við erum með gagnvirkar töflur í ... Read More »