Fréttir úr skólastarfi

image_pdfimage_print

Málstofa um stærðfræði

Mánudaginn 7. september var haldin málstofa á Menntavísndaviði HÍ v/Stakkahlíð. Hún var fyrsti dagskrárliður haustsins í samstarfi Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun, Flatar, félags stærðfræðikennara, og Stærðfræðitorgsins. Kynning fór fram á tveimur nýlegum íslenskum rannsóknum sem voru meistaraverkefni til M.Ed. gráðu frá Kennaradeild Menntavísindasviðs HÍ. Fyrirlesarar voru Nanna Þ. Möller grunnskólakennari í Sæmundarskóla og Heiða Lind Heimisdóttir grunnskólakennari í Norðlingaskóla. Fyrirlestur Nönnu ... Read More »

Dagur stærðfræðinnar í Krikaskóla

Á degi stærðfræðinnar var skólastarf brotið upp og settar upp átta stöðvar víðsvegar um húsið þar sem börn á aldrinum fjögra ára til níu ára blönduðust í jafnmarga hópa. Á hverri stöð voru tveir kennarar sem héldu utan um nám og leik á stöðvunum. Yngri börnin tveggja og þriggja ára komu einnig á stöðvarnar í litlum hópum með sínum kennara ... Read More »

Dagur stærðfræðinnar í Kelduskóla Korpu

DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR í Kelduskóla – Korpu 6. febrúar 2015 Í dag var DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR og  var haldið upp á hann með margvíslegum hætti. Nemendur í 6. og 7. bekk í Korpu unnu í blönduðum hópum á fjórum stöðvum. Þeir byggðu ýmsar byggingar og brýr úr kubbum, spiluðu yatzy, teiknuðu stærðfræðinga, sömdu stærðfræðiljóð, skrifuðu krossglímu og fundu stærðfræðihugtök á ensku.  Á ... Read More »

Dagur stærðfræðinnar í Grundaskóla

Grundaskóli – Dagur stærðfræðinnar 6. febrúar 2015 Í tilefni af degi stærðfræðinnar 6. febrúar var þrautadagur í unglingadeildinni. Nemendur byrjuðu með sínum umsjónarkennara í bekkjunum og þar leystu þeir þrautir inn á vefnum hjá nams.is. Þetta virkaði vel sem upphitun og mörgum nemendum fannst þetta mjög gaman og héldu síðan áfram í Ipad spjaldtölvunum. Við erum með gagnvirkar töflur í ... Read More »

Úttekt á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum

Í sumar voru birtar niðurstöður úttektar á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum. Úttektin var unnin á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins skólaárið 2013-14. Nokkur umræða varð í fjölmiðlum um niðurstöður skýrslunnar og eru stærðfræðikennarar hvattir til að kynna sér hana og ræða niðutstöður hennar. Skýrsluna má nálgast á vef ráðuneytisins. Rétt er að minna á að hliðstæð úttekt var gerð á stærðfræðikennslu ... Read More »

Skapandi stærðfræði í Grundaskóla

Þann 17.  janúar fóru nemar af stærðfræðikjörsviði við Menntavísindasvið HÍ í vettvangsheimsókn í Grundaskóla á Akranesi til þess að kynna sér hvernig Borghildur Jósúadóttir hefur unnið með stærðfræði og sköpun með nemendum sínum á unglingastigi.  Borghildur kynnti verkefni sitt á ráðstefnu samtaka um skólaþróun í nóvember síðasliðnum. Skjámyndir úr fyrirlestri hennar má finna hér. Read More »