Málstofa um stærðfræði

Nanna Þ. Möller og Heiða Lind Heimisdóttir

Nanna Þ. Möller og Heiða Lind Heimisdóttir

Mánudaginn 7. september var haldin málstofa á Menntavísndaviði HÍ v/Stakkahlíð. Hún var fyrsti dagskrárliður haustsins í samstarfi Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun, Flatar, félags stærðfræðikennara, og Stærðfræðitorgsins.

Kynning fór fram á tveimur nýlegum íslenskum rannsóknum sem voru meistaraverkefni til M.Ed. gráðu frá Kennaradeild Menntavísindasviðs HÍ.

Fyrirlesarar voru Nanna Þ. Möller grunnskólakennari í Sæmundarskóla og Heiða Lind Heimisdóttir grunnskólakennari í Norðlingaskóla.

Fyrirlestur Nönnu bar heitið „Það hugsar enginn eins…“ Notkun hugmyndakorta til að skapa umræður í stærðfræðinámi og fyrirlestur Heiðu Lindar Hugmyndir nemenda um sjálfa sig í stærðfræðinámi.

Þetta voru mjög áhugaverðir fyrirlestrar og fjölluðu báðir um þætti sem stærðfræðikennarar geta unnið með þ.e. umræður í stærðfræðinámi og sjálfsmynd nemenda.

Áhugasamir geta nálgast meistararitgerðirnar hér: Nanna Þ. Möller og Heiða Lind Heimisdóttir

Hlustað af athygli.




Dagur stærðfræðinnar í Krikaskóla

Á degi stærðfræðinnar var skólastarf brotið upp og settar upp átta stöðvar víðsvegar um húsið þar sem börn á aldrinum fjögra ára til níu ára blönduðust í jafnmarga hópa. Á hverri stöð voru tveir kennarar sem héldu utan um nám og leik á stöðvunum. Yngri börnin tveggja og þriggja ára komu einnig á stöðvarnar í litlum hópum með sínum kennara og tóku þátt en útbúin voru verkefni við hæfi fyrir þau.

Viðfangsefni dagsins var rúmfræði og mælingar.

  • Teikna upp form. Yngri teikna upp form, en eldri börn teiknuðu form úr einingakubbum í þrívídd.
  • Speglun – hliðrun. Litlu formkubbarnir, rökkubbar – búið til mynstur með formunum og yfirfæra það svo á blöð. Yngri búa til mynstur. Þarna voru notaðir mismunandi kubbar eftir aldri barnsins.
  • Einingakubbar. Börnin byggðu byggingar að eigin vali.
  • Mælingar – yngri börn mældu með óstöðluðum einingum og eldri með stöðluðum.

Það var ánægjulegt að sjá samvinnu barnanna í svona blönduðum hópum, þar sem skýrt kom fram „svæði hins mögulegs þroska“ (Vigotsky).

 




Dagur stærðfræðinnar í Kelduskóla Korpu

DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR í Kelduskóla – Korpu 6. febrúar 2015

Í dag var DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR og  var haldið upp á hann með margvíslegum hætti. Nemendur í 6. og 7. bekk í Korpu unnu í blönduðum hópum á fjórum stöðvum. Þeir byggðu ýmsar byggingar og brýr úr kubbum, spiluðu yatzy, teiknuðu stærðfræðinga, sömdu stærðfræðiljóð, skrifuðu krossglímu og fundu stærðfræðihugtök á ensku.  Á skólasafninu var síðan hægt að taka þátt í stærðfræðiþraut sem reyndist frekar erfitð.

Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi. Dagurinn heppnaðist vel og mátti sjá gleði og áhuga skína úr andlitum nemenda.

 

 




Dagur stærðfræðinnar í Grundaskóla

Grundaskóli – Dagur stærðfræðinnar 6. febrúar 2015

Í tilefni af degi stærðfræðinnar 6. febrúar var þrautadagur í unglingadeildinni.
Nemendur byrjuðu með sínum umsjónarkennara í bekkjunum og þar leystu þeir þrautir inn á vefnum hjá nams.is. Þetta virkaði vel sem upphitun og mörgum nemendum fannst þetta mjög gaman og héldu síðan áfram í Ipad spjaldtölvunum. Við erum með gagnvirkar töflur í 3 stofum og skjávarpa í tveimur stofum. Náðum í einn lausan skjávarpa og einn árgangur fór saman á félagssvæði nemenda. Samtals voru þetta 8 bekkir um 180 nemendur (3 x 8.bekkur + 2 x 9. bekkur + 3 x 10. bekkur).

Leikirnir sem við völdum inn á nams.is – krakkasíður – stærðfræði voru:

  • Þríhyrningarnir
  • Ferhyrningarnir
  • Talnaferningurinn
  • Brúsarnir
  • Þrír í röð (sem vakti mikla lukku og einn kennarinn setti upp keppni í árgangnum sem heppnaðist frábærlega)

Eftir það gátu nemendur flakkað á milli bekkjarstofa og valið að spila, leysa mismunandi þrautir, lita munstur og fleira. Átta mismunandi tilboð:

– Ipadar – nams.is og fleira

– Mismunandi kubbaþrautir

– Spil – yatzy – þrír í röð – pinnaspil – þrautir

– Þrautir með krónupeningum – spil frá Malavi  (þrautir úr þrautaheftunum á nams.is)

– Spil – La Boca – Ubongo – Othello – Seauence

– Tefla – frammi á ganginum erum við með borð og þar vorum við með 5 töfl

– Lita munstur – Mandalas og kubbamunstur (rúmfræðipælingar)

– Sudoku og völundarhús prentað út af vefnum gratisskole.dk

Nemendur höfðu mismikið úthald en flestir virtust glaðir og ánægðir með þessa tilbreytingu. Sumum fannst þetta truflun frá ”alvörunámi”.Í lokin fylltu nemendur út matsblað og fylgir hér mat þriggja nemenda á því hvað þeim fannst um daginn.

1. Það er gott að hafa einn svona dag til að sýna hversu breið stærðfræðin er.
2. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og öðruvísi og vonandi gerum við þetta aftur.
3. Svona þrautir og leikir auka rökhugsun – þrátt fyrir það þá tengist þetta ekki námi.

10997268_10206198170021435_104298517_n (1) 11004247_10206198170061436_1960943579_n 11004035_10206198169741428_1497341091_n 11003958_10206198169901432_1977444223_n 10997268_10206198170021435_104298517_n 10966838_10206198169621425_1642592071_n 10979308_10206198170221440_1820450414_n 10979411_10206198169781429_1803308021_n 10984893_10206198170141438_2013012550_n 10997059_10206198169701427_1695754008_n 10966548_10206198170261441_68591192_n 11009053_10206198169821430_614294167_n 11007620_10206198170181439_1661769688_n 11007540_10206198169501422_234514114_n 11005934_10206198169981434_1611588937_n 11004354_10206198169661426_1062214026_n 11004368_10206198169581424_1926256855_n 11004389_10206198169941433_351251881_n 11004438_10206198169861431_648437410_n 11005539_10206198170101437_145735269_n 11004285_10206198169541423_441388862_n 11004256_10206198169461421_1212291201_n




Úttekt á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum

Í sumar voru birtar niðurstöður úttektar á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum. Úttektin var unnin á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins skólaárið 2013-14. Nokkur umræða varð í fjölmiðlum um niðurstöður skýrslunnar og eru stærðfræðikennarar hvattir til að kynna sér hana og ræða niðutstöður hennar. Skýrsluna má nálgast á vef ráðuneytisins.

Rétt er að minna á að hliðstæð úttekt var gerð á stærðfræðikennslu á unglingastigi í átta grunnskólum skólaárið 2011-12 og voru niðurstöður þeirrar skýrslu birtar í apríl 2012. Sú skýrsla fékk enga umfjöllun í fjölmiðlum. Skýrslu um úttektina má nálgast á vef ráðuneytisins.




Skapandi stærðfræði í Grundaskóla

BorghildurÞann 17.  janúar fóru nemar af stærðfræðikjörsviði við Menntavísindasvið HÍ í vettvangsheimsókn í Grundaskóla á Akranesi til þess að kynna sér hvernig Borghildur Jósúadóttir hefur unnið með stærðfræði og sköpun með nemendum sínum á unglingastigi.  Borghildur kynnti verkefni sitt á ráðstefnu samtaka um skólaþróun í nóvember síðasliðnum. Skjámyndir úr fyrirlestri hennar má finna hér.