Dagskrá VOR 2018
Rannsóknarstofa um stærðfræðimenntun og Flötur, samtök stærðfræðikennara, standa fyrir meðfylgjandi dagskrá.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Dagskrá VOR 2018 til útprentunar
Menntakvika 2017
Menntakvika er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs HÍ um rannsóknir, nýbreytni og þróun í menntavísindum. Hún verður haldin föstudaginn 6. október á Menntavísindasviði HÍ v/Stakkahlíð.
Á ráðstefnunni verða tvær málstofur um stærðfræði.
Aðgangur er öllum opinn og kostar ekkert. Ekki þarf að skrá sig á ráðstefnuna.
Eftir menntabúðir um stærðfræði
Takk fyrir áhugaverðar kynningar og gott spjall þið sem mættuð í menntabúðir um stærðfræði 10. maí. Nú er hægt að nálgast upplýsingar á netinu um hluta af því efni sem tekið var fyrir.
Námstefna um námsmat – upptökur
Föstudaginn 24. mars var haldin námstefna um námsmat í stærðfræði í samstarfi Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun og Flatar, samtaka stærðfræðikennara.
Guðný Helga Gunnarsdóttir, lektor á MVS og Ingólfur Gíslason, aðjúnkt á MVS, fluttu erindi um námsmat og má nálgast þau hér.
Hér er einnig upptaka af kynningu á helstu niðurstöðum úr umræðum.
Fleiri myndir munu birtast á næstunni.
Námstefna um námsmat
Föstudaginn 24. mars 2017 verður haldin námstefna um námsmat í stærðfræði.
Nánari upplýsingar og skráning eru í meðfylgjandi auglýsingu.
Aðgangur er öllum opinn og ókeypis en einnig er hægt að skrá sig hér.
Opnir fyrirlestrar um niðurstöður PISA – rannsóknarinnar 2015
Fyrirlestraröð um niðurstöður PISA – rannsóknarinnar 2015.
Fyrirlesturinn um stærðfræði verður sendur út á netinu í dag 16. febrúar á þessari slóð:
https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=9ae40265-b385-4752-b1e3-7e42dccd4601
Aðalfundur og Námsstefna Flatar
AÐALFUNDUR OG NÁMSSTEFNA FLATAR
HALDIN, LAUGARDAGINN 12. NÓVEMBER 2016, 9:30 – 14:30
Í HÖRÐUVALLASKÓLA, BAUGAKÓR 38, 203 KÓPAVOGI
Yfirskrift námsstefnunnar að þessu sinni er samvinna og samstarf í hinum ýmsu myndum.
Aðalfyrirlesari er Barbara Jaworski prófessor í stærðfræðimenntun við Loughborough háskóla í Bretlandi. Hún gefur tóninn með því að fjalla um samvinnu kennara og stærðfræðinám.
Eftir hádegishlé verða málstofur af ýmsu tagi sem allar fjalla um samvinnu í einhverri mynd.
Má þar nefna:
ž Samvinnu kennara í aldursblönduðum námshópum á yngsta og miðstigi grunnskóla.
ž Samvinnu sérkennara og umsjónarkennara í grunnskóla.
ž Íslenska og stærðfræði tvinnað saman á miðstigi grunnskóla.
ž Samvinnuhópar nemenda á elsta stigi grunnskóla.
ž Samstarfshópur kennara rýnir í skrif Jo Boaler.
ž Samstarf á skilum skólastiga grunnskóli – framhaldsskóli.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi allt frá leikskólakennurum upp á eldri skólastig.
Fjölmennum og eigum saman notalega stund í stærðfræðipælingum.
Dagskrá:
09:30 Aðalfundur Flatar
10:00 Barbara Jaworski, prófessor í stærðfræðimenntun við Loughborough háskóla í Bretlandi, fjallar um samvinnu kennara og stærðfræðinám
11:00 Umræður og vinna í hópum
12:00 Matur, mexíkönsk kjúklingasúpa og brauð
12:30 Málstofur þar sem samvinna og samstarf um stærðfræðinám og -kennslu er skoðað frá ýmsum hliðum
13:30 Kaffihlé
13:45 Vinnuhópar, umræður
14:30 Námsstefnuslit
Verð kr. 4.000 en 2.000 fyrir skuldlausa félaga í Fleti
Skráning er á slóðinni: https://goo.gl/forms/myvnyWSloFNH7y7T2
Mega Menntabúðir
Fyrstu menntabúðir vetrarins verða Mega Menntabúðir þar sem torgin í Menntamiðju sameina krafta sína ásamt Erasmus+ og eTwinning.
Spennandi vettvangur og allir velkomnir.
Nánari upplýsingar og skráning.