Menntabúðir

image_pdfimage_print

Í tengslum við Stærðfræðitorg verða haldnar menntabúðir tvisvar nú á vorönn. Þær verða með svipuðu sniði og þær menntabúðir sem haldnar hafa verið í tengslum við  Náttúrutorg og UT-torg  í vetur. Fyrri menntabúðirnar verða 13. mars og þær síðari í apríl.

Menntabúðir eru samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Menntabúðir eru fyrir kennara af öllum skólastigum, kennaranema og aðra sem koma að stærðfræðikennslu. Fyrirrkomulagið er þannig að þátttakendur koma sjálfir með framlag í búðirnar og getur það verið á ýmsu formi s.s. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, námskrárvinnu, eða varpa fram spurningu. Menntabúðir byggja á virkni þátttakenda.

Þeir sem halda utan um Stærðfræðitorgið tryggja að nóg framboð sé fyrir hverjar menntabúðir og köllum við hér með eftir þátttakendum sem deila vilja hugðarefni sínu um stærðfræðinám og -kennslu með öðrum. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á astaola@ismennt.is fyrir 1. mars.

Nánari upplýsingar og skráningartengill fyrir menntabúðirnar koma hér á Stærðfræðitorgið fljótlega.

 

Leave a Reply