Menntabúðir 13. mars 2014

image_pdfimage_print

022Fimmtudaginn 13. mars voru fyrstu menntabúðir stærðfræðitorgs. Áhugasamur hópur kennara var mættur til leiks og fengu þeir kynningar á áhugaverðum verkefnum og hugmyndum og tóku þátt í líflegum umræðum og skoðanaskiptum.   Ásta Ólafsdóttir kynnti hugmyndir af vef sínum Spjöllum saman http://spjollum-saman.wikispaces.com/ , Bjarnheiður Kristinsdóttir sagði frá því hvernig hún nota Geogebra í kennslu sinni í framhaldsskóla, Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir greindi m.a. frá því hvernig hún notar  vefsvæðið http://www.thatquiz.org/ til að halda utan um heimavinnu og próf nemenda í efri bekkjum grunnskólans, Imke Schrimacher sagði frá þýskum kennslugögnum sem nota má með yngstu nemendunum og í sérkennslu til að efla talnaskilning og Margrét S. Björnsdóttir kynnti hvernig vinna má með þökun og  hugmyndir Escher í rúmfræðikennslunni.  Þetta var skemmtilegur og gefandi eftirmiðdagur fyrir alla og vonandi skrá fleiri sig til leiks næst en fyrirhugað er að halda næstu menntabúðir 28. apríl. 021

Leave a Reply