Menntabúðir um stærðfræði 28. apríl

Hvenær: Fimmtudaginn 28. apríl kl. 16 – 18. Hvar: Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð í E-301 Allir velkomnir og kostar ekki neitt! Takið endilega þátt, fræðist og leyfið öðrum að njóta. Nánari upplýsingar og skráning á þessari slóð: http://menntabudir.weebly.com Read More »

Myndir og verkefni frá vinnustofu um skapandi stærðfræði

Fimmtudaginn 17. mars var Bharath Sriraman, gistiprófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, með vinnustofu um skapandi stærðfræði fyrir kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Hér má nálgast verkefni sem Bharath var með og gefur tækifæri á skapandi lausnaleit. Þátttakendur voru afar virkir og sökktu sér niður í viðfangsefnið eins og sumar myndanna gefa til kynna. Read More »

Að loknum menntabúðum um stærðfræði

Menntabúðirnar eru hluti af dagskrá sem skipulögð er í samvinnu Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun, Flatar og Stærðfræðitorgsins. Þær hófust á kynningu á þeim viðburðum sem verða á dagskrá á vorönninni. Sjá hér: Því næst sá Guðný H. Gunnarsdóttir um létta upphitun tengda stærstu frumtölu sem þekkist í dag. Sjá hér: Fyrir kaffi kynntu Birna Hugrún Bjarnadóttir og Guðbjörg Pálsdóttir tímaritið Flatarmál ... Read More »

Menntabúðir um stærðfræði – 22. febrúar

Næstu menntabúðir verða haldnar 22. febrúar. Í menntabúðum koma kennarar saman og deila hugmyndum hver með öðrum. Um er að ræða stuttar kynningar í litlum hópum. Ef þú vilt segja frá velheppnuðu verkefni, skemmtilegu smáforriti, gagnlegri vefsíðu, skemmtilegum leik, góðri grein sem þú hefur lesið  eða einhverju öðru þá skaltu endilega skrá þig til leiks. Ekki þurfa allir að leggja ... Read More »

Málstofa um stærðfræði – Nomad – upptökur

Mánudaginn 1. febrúar fór fram kynning í Stakkahlíðinni á Norrænum rannsóknum sem Íslendingar hafa tekið þátt í og fjalla um notkun á náms- og kennslugögnum í stærðfræði. Textaágrip má nálgast hér: Upptökur af kynningum: Norrænt samstarf um rannsóknir á námsgögnum Guðný H. Gunnarsdóttir lektor Rætur breytinga og þróunar kennslubóka í stærðfræði Kristín Bjarnadóttir prófessor emerita Samanburður þriggja kennslubóka fyrir 8. ... Read More »

Dagur stærðfræðinnar – 5. febrúar 2016 – verkefni

Verkefni fyrir leik- og grunn- og framhaldsskólann. Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Í ár hafa verið sett inn ný verkefni sem tengjast leiknum Að gefa fimmu. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á ... Read More »

Málstofa um stærðfræði – Nomad

Mánudaginn 1. febrúar verður kynning á Norrænum rannsóknum sem Íslendingar hafa tekið þátt í og fjalla um notkun á náms- og kennslugögnum í stærðfræði. Að málstofu lokinni verður aðalfundur Flatar. Sjá nánar hér:  Málstofa – Nomad Read More »