Málstofa um stærðfræði

Mánudaginn 7. september var haldin málstofa á Menntavísndaviði HÍ v/Stakkahlíð. Hún var fyrsti dagskrárliður haustsins í samstarfi Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun, Flatar, félags stærðfræðikennara, og Stærðfræðitorgsins. Kynning fór fram á tveimur nýlegum íslenskum rannsóknum sem voru meistaraverkefni til M.Ed. gráðu frá Kennaradeild Menntavísindasviðs HÍ. Fyrirlesarar voru Nanna Þ. Möller grunnskólakennari í Sæmundarskóla og Heiða Lind Heimisdóttir grunnskólakennari í Norðlingaskóla. Fyrirlestur Nönnu ... Lesa meira »

Menntakvika 2015

Menntakvika verður haldin á Menntavísindasviði HÍ v/Stakkahlíð föstudaginn 2. október. Málstofur um stærðfræði:   17.  Rannsóknarstofa um stærðfræðimenntun Fagmennsta stærðfræðikennara í skóla á aðgreiningar Ábyrgðarmaður: Jónína Vala Kristinsdóttir, lektor MVS HÍ   Stærðfræðikennsla í skóla án aðgreiningar Guðbjörg Pálsdóttir, dósent MVS HÍ Guðný Helga Gunnarsdóttir, lektor MVS HÍ Stærðfræðikennarar eins og aðrir kennarar eru að vinna með fjölbreytileika í nemendahópum ... Lesa meira »

NORSMA8: NORRÆN RÁÐSTEFNA UM SÉRKENNSLU OG STÆRÐFRÆÐINÁM

Dagana 19. – 20 nóvember verður ráðstefnan Norsma8: Connecting Research and practice haldin í Kristianstad í Svíþjóð. Þann 18. nóvember er svokallaður kennaradagur en þann dag er hægt að sækja námskeið og erindi ætluð kennurum varðandi stærðfræðikennslu og stærðfræðierfiðleika. Fyrirlesarar eru þeir sömu og eru með aðalerindi á ráðstefnunni. Frestur til að skila inn lýsingu á erindum fyrir ráðstefnuna er til 24. ágúst. ... Lesa meira »

Hvað getur þú gert úr stafnum þínum?

Verkefni eftir Borghildi Jósúadóttur kennara í Grundaskóla á Akranesi.   Verkefnið samþættir stærðfræði og textílmennt og er unnið út frá kaflanum Hnitakerfi og flutningar úr bókinni Átta-tíu 2. Það er ætlað nemendum í áttunda bekk og tekur allt að 18 kennslustundir. Hvað getur þú gert úr stafnum þínum? Tilraunir með flutninga í hnitakerfi Lesa meira »

Dagur stærðfræðinnar í Krikaskóla

Á degi stærðfræðinnar var skólastarf brotið upp og settar upp átta stöðvar víðsvegar um húsið þar sem börn á aldrinum fjögra ára til níu ára blönduðust í jafnmarga hópa. Á hverri stöð voru tveir kennarar sem héldu utan um nám og leik á stöðvunum. Yngri börnin tveggja og þriggja ára komu einnig á stöðvarnar í litlum hópum með sínum kennara ... Lesa meira »

Dagur stærðfræðinnar í Kelduskóla Korpu

DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR í Kelduskóla – Korpu 6. febrúar 2015 Í dag var DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR og  var haldið upp á hann með margvíslegum hætti. Nemendur í 6. og 7. bekk í Korpu unnu í blönduðum hópum á fjórum stöðvum. Þeir byggðu ýmsar byggingar og brýr úr kubbum, spiluðu yatzy, teiknuðu stærðfræðinga, sömdu stærðfræðiljóð, skrifuðu krossglímu og fundu stærðfræðihugtök á ensku.  Á ... Lesa meira »

Dagur stærðfræðinnar í Grundaskóla

Grundaskóli – Dagur stærðfræðinnar 6. febrúar 2015 Í tilefni af degi stærðfræðinnar 6. febrúar var þrautadagur í unglingadeildinni. Nemendur byrjuðu með sínum umsjónarkennara í bekkjunum og þar leystu þeir þrautir inn á vefnum hjá nams.is. Þetta virkaði vel sem upphitun og mörgum nemendum fannst þetta mjög gaman og héldu síðan áfram í Ipad spjaldtölvunum. Við erum með gagnvirkar töflur í ... Lesa meira »

Rúmfræði og listir

Eftir Margréti S. Björnsdóttur grunnskólakennara.   Haustið 2013 var ég með kennslustofu á eTwinning-ráðstefnu fyrir evrópska stærðfræðikennara á unglingastigi og fyrri stigum framhaldsskólans. Í kennslustofunni var skoðuð tenging rúmfræði við listir með áherslu á þökun í anda listamannsins M.C. Escher. Ég fékk svo tækifæri til að vinna áfram með verkefnið á lesnámskeiði í HÍ undir leiðsögn Guðbjargar Pálsdóttur. Hér fyrir ... Lesa meira »