Á degi stærðfræðinnar var skólastarf brotið upp og settar upp átta stöðvar víðsvegar um húsið þar sem börn á aldrinum fjögra ára til níu ára blönduðust í jafnmarga hópa. Á hverri stöð voru tveir kennarar sem héldu utan um nám og leik á stöðvunum. Yngri börnin tveggja og þriggja ára komu einnig á stöðvarnar í litlum hópum með sínum kennara ... Read More »
Dagur stærðfræðinnar í Kelduskóla Korpu
DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR í Kelduskóla – Korpu 6. febrúar 2015 Í dag var DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR og var haldið upp á hann með margvíslegum hætti. Nemendur í 6. og 7. bekk í Korpu unnu í blönduðum hópum á fjórum stöðvum. Þeir byggðu ýmsar byggingar og brýr úr kubbum, spiluðu yatzy, teiknuðu stærðfræðinga, sömdu stærðfræðiljóð, skrifuðu krossglímu og fundu stærðfræðihugtök á ensku. Á ... Read More »
Dagur stærðfræðinnar í Grundaskóla
Grundaskóli – Dagur stærðfræðinnar 6. febrúar 2015 Í tilefni af degi stærðfræðinnar 6. febrúar var þrautadagur í unglingadeildinni. Nemendur byrjuðu með sínum umsjónarkennara í bekkjunum og þar leystu þeir þrautir inn á vefnum hjá nams.is. Þetta virkaði vel sem upphitun og mörgum nemendum fannst þetta mjög gaman og héldu síðan áfram í Ipad spjaldtölvunum. Við erum með gagnvirkar töflur í ... Read More »
Rúmfræði og listir
Eftir Margréti S. Björnsdóttur grunnskólakennara. Haustið 2013 var ég með kennslustofu á eTwinning-ráðstefnu fyrir evrópska stærðfræðikennara á unglingastigi og fyrri stigum framhaldsskólans. Í kennslustofunni var skoðuð tenging rúmfræði við listir með áherslu á þökun í anda listamannsins M.C. Escher. Ég fékk svo tækifæri til að vinna áfram með verkefnið á lesnámskeiði í HÍ undir leiðsögn Guðbjargar Pálsdóttur. Hér fyrir ... Read More »
Námstefna Flatar 4. október
Laugardaginn 4. október var haldin námstefna Flatar, félags stærðfræðikennara, en hún er árviss viðburður. Hún hefur í flestum tilvikum verið haldin utan höfuðborgarsvæðisins en í ár var gerð tilraun til að halda hana innan þess og fór hún fram í nýju og glæsilegu húsnæði Menntaskólans í Mosfellsbæ. Á námstefnunni var margt í boði fyrir stærðfræðikennara og annað áhugafólk um stærðfræðikennslu ... Read More »
Námstefna Flatar 4. október
Námstefna Flatar, samtaka stærðfræðikennara verður haldin í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ laugardaginn 4. október kl. 9-16. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna http://flotur.net/ Read More »
Bloggsíða Dan Meyer
Á Stærðfræðitorginu er bein tenging yfir í bloggsíðu Dan Meyer en hann birtir reglulega áhugverða pistla um stærðfræðinám og -kennslu. Á síðunni má sjá nánari upplýsingaqr um Dan og þar eru tenglar í fyrirlestra sem hann hefur haldið. Nú í ágúst hefur hann birt nokkra góða pistla um mikilvægi góðra spurninga í stærðfræðikennslu. Hægt er að skrá sig inn á ... Read More »
Fésbókarhópurinn Stærðfræðikennarinn
Í tengslum við Stærðfræðitorg er starfandi fésbókarhópur sem heitir Stærðfræðikennarinn. Tengill í hópinn er á forsíðu Stærðfræðitorgsins. Allir sem áhuga hafa á stærðfræðinámi og -kennslu geta óskað þess að ganga í hópinn. Undanfarnar vikur hefur verið bent á fjölmargt áhugavert efni fyrir stærðfræðikennara á fésbókarsíðunni. Stærðfræðikennarar eru hvattir til að ganga í hópinn, taka þátt í umræðum og miðla þar ... Read More »
Úttekt á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum
Í sumar voru birtar niðurstöður úttektar á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum. Úttektin var unnin á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins skólaárið 2013-14. Nokkur umræða varð í fjölmiðlum um niðurstöður skýrslunnar og eru stærðfræðikennarar hvattir til að kynna sér hana og ræða niðutstöður hennar. Skýrsluna má nálgast á vef ráðuneytisins. Rétt er að minna á að hliðstæð úttekt var gerð á stærðfræðikennslu ... Read More »
Menntabúðir 5. maí
Næstu menntabúðir Stærðfræðitorgs verða haldnar 5. maí kl. 16-18 í stofu K-103 í HÍ við Stakkahlíð. Í menntbúðum koma kennarar saman og deila hugmyndum hver með öðrum. Um er að ræða stuttar kynningar í litlum hópum. Viltu segja frá velheppnuðu verkefni, skemmtilegu smáforriti, ganglegri vefsíðu, skemmtilegum leik, góðri grein sem þú hefur lesið eða einhverju öðru þá skaltu endilega skrá ... Read More »