Námstefna Flatar 4. október

Laugardaginn 4. október var haldin námstefna Flatar, félags stærðfræðikennara, en hún er árviss viðburður. Hún hefur í flestum tilvikum verið haldin utan höfuðborgarsvæðisins en í ár var gerð tilraun til að halda hana innan þess og fór hún fram í nýju og glæsilegu húsnæði Menntaskólans í Mosfellsbæ. Á námstefnunni var  margt í boði fyrir stærðfræðikennara og annað áhugafólk um stærðfræðikennslu ... Lesa meira »

Bloggsíða Dan Meyer

Á Stærðfræðitorginu er bein tenging yfir í bloggsíðu Dan Meyer en hann birtir reglulega áhugverða pistla um stærðfræðinám og -kennslu. Á síðunni má sjá nánari upplýsingaqr um Dan og þar eru tenglar í fyrirlestra sem hann hefur haldið.  Nú í ágúst hefur hann birt nokkra góða pistla um mikilvægi góðra spurninga í stærðfræðikennslu. Hægt er að skrá sig inn á ... Lesa meira »

Fésbókarhópurinn Stærðfræðikennarinn

Í tengslum við Stærðfræðitorg er starfandi fésbókarhópur sem heitir Stærðfræðikennarinn. Tengill í hópinn er á forsíðu Stærðfræðitorgsins. Allir sem áhuga hafa á stærðfræðinámi og -kennslu geta óskað þess að ganga í hópinn. Undanfarnar vikur hefur verið bent á fjölmargt áhugavert efni fyrir stærðfræðikennara á fésbókarsíðunni. Stærðfræðikennarar eru hvattir til að ganga í hópinn, taka þátt í umræðum og miðla þar ... Lesa meira »

Úttekt á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum

Í sumar voru birtar niðurstöður úttektar á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum. Úttektin var unnin á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins skólaárið 2013-14. Nokkur umræða varð í fjölmiðlum um niðurstöður skýrslunnar og eru stærðfræðikennarar hvattir til að kynna sér hana og ræða niðutstöður hennar. Skýrsluna má nálgast á vef ráðuneytisins. Rétt er að minna á að hliðstæð úttekt var gerð á stærðfræðikennslu ... Lesa meira »

Menntabúðir 5. maí

Næstu menntabúðir Stærðfræðitorgs verða haldnar 5. maí kl. 16-18 í stofu K-103 í HÍ við Stakkahlíð.  Í menntbúðum koma kennarar saman og deila hugmyndum hver með öðrum. Um er að ræða stuttar kynningar í litlum hópum. Viltu segja frá velheppnuðu verkefni, skemmtilegu smáforriti, ganglegri vefsíðu, skemmtilegum leik, góðri grein sem þú hefur lesið  eða einhverju öðru þá skaltu endilega skrá ... Lesa meira »

Menntabúðir 13. mars

Fimmtudaginn 13. mars voru fyrstu menntabúðir stærðfræðitorgs. Áhugasamur hópur kennara var mættur til leiks og fengu þeir kynningar á áhugaverðum verkefnum og hugmyndum og tóku þátt í líflegum umræðum og skoðanaskiptum.   Ásta Ólafsdóttir kynnti hugmyndir af vef sínum Spjöllum saman http://spjollum-saman.wikispaces.com/ , Bjarnheiður Kristinsdóttir sagði frá því hvernig hún nota Geogebra í kennslu sinni í framhaldsskóla, Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir greindi ... Lesa meira »

Vefnámskeið við Stanford

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vefnámskeiðið How to Learn Math sem Jo Boaler hefur hannað og boðið er upp á af Stanford Háskóla  í Californiu. Námskeiði var kennt í fyrsta sinn í fyrra sumar og þá voru þátttakendur um 40 þúsund. Námskeiðið er byggt up í 8 lotum og tekur 1-2 klst að fara í gegnum hverja lotu. Í ... Lesa meira »

Getur stærðfræðikennsla verið tæki til að efla mannréttindi?

Fimmtudaginn 6. júní 2013 hélt Barbara Jaworski prófessor í stærðfræðimenntun við Háskólann í Loughborough í Bretlandi opinn fyrirlestur um stærðfræðinám og -kennslu á vegum Flatar, samtaka stærðfræðikennara og Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Stærðfræði hefur reynst mörgum nemendum erfið og oft verið talið að það sé einungis á færi sumra að verða góðir í stærðfræði. Í erindinu fjallar ... Lesa meira »