Námskeið um sköpun og skapandi stærðfræði

Dagana 17. – 18. febrúar verður haldið námskeið um sköpun og skapandi stærðfræði á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri. Ósk Dagsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ hefur hannað námskeiðið og sér hún um alla kennslu á því. Ósk hefur áður haldið hliðstætt námskeið í Reykjavík og í Reykjanesbæ við góðar undirtektir þátttakenda. Hönnun og þróun námskeiðsins var hluti af meistaraprófsverkefni Óskar ... Lesa meira »

Skapandi stærðfræði í Grundaskóla

Þann 17.  janúar fóru nemar af stærðfræðikjörsviði við Menntavísindasvið HÍ í vettvangsheimsókn í Grundaskóla á Akranesi til þess að kynna sér hvernig Borghildur Jósúadóttir hefur unnið með stærðfræði og sköpun með nemendum sínum á unglingastigi.  Borghildur kynnti verkefni sitt á ráðstefnu samtaka um skólaþróun í nóvember síðasliðnum. Skjámyndir úr fyrirlestri hennar má finna hér. Lesa meira »

Stærðfræðinámskeið fyrir kennara í yngstu bekkjum grunnskólans

Þann 17. febrúar hefst í HÍ við Stakkahlíð stærðfræðinámskeið fyrir kennara í yngstu bekkjum grunnskólans. Námskeiðið er haldið á vegum Starfsþróunar Menntavísindastofnunar og verður lögð áhersla á nýja námskrá í stærðfræði og  hvernig nota má hlutbundna nálgun og umræður í stærðfræðinámi.  Kennari er Þórunn Jónasdóttir deildarstjóri við Hörðuvallaskóla. Nánari upplýsingar má finna á vef Starfsþróunar Menntavísindastofnunar. Lesa meira »