Um Stærðfræðitorg

image_pdfimage_print

Stærðfræðitorg er starfssamfélag stærðfræðikennara. Torgið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun og Flatar samtaka stærðfræðikennara. Skipuð hefur verið verkefnisstjórn til bráðabirgða en hana skipa Ásta Ólafsdóttir kennari Réttarholtsskóla, Guðný Helga Gunnarsdóttir lektor Háskóla Íslands, Imke Astrid Ebba Schirmacher kennari Lágafellsskóla og Margrét S. Björnsdóttir kennari Árbæjarskóla. Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er auk þess að koma að uppbyggingu og þróun torgsins að leita eftir samstarfi við fleiri aðila og sækja um fjármagn til þess að hægt verði að koma fastari fótum undir rekstur þess.  Allar ábendingar og athugasemdir frá þeim sem áhuga hafa á verkefninu eru vel þegnar.  Fyrirspurnir má senda til Guðnýjar Helgu.

Á fésbókinni er starfandi hópurinn Stærðfræðikennarinn. Stærðfræðikennarar eru hvattir til að ganga í hópinn, taka þátt í umræðum þar og koma á framfæri áhugaverðu efni og hugmyndum.

Leave a Reply